VIÐ BJÓÐUM
ÍSLENSKAR HLJÓÐBÆKUR FYRIR BÖRN
SÖGUBÆKURNAR ERU FRUMSAMDAR
NÝJAR SÖGUR BÆTAST VIÐ MÁNAÐARLEGA
BÆKURNAR ERU TEXTAÐAR HLJÓÐBÆKUR SKREYTTAR FALLEGUM MYNDUM
Við þökkum þeim sem hafa lagt okkur til efni!
Ólafur Þór Ólafsson – Kristján Hreinsson – Birte- og Immustund
Nokkrar helstu ástæður fyrir áskrift!
- Hvetur til lestrar
- Bætir hlustun
- Þróar ímyndunarafl
- Eykur orðaforða
- Hvetur til samkenndar
- Eykur einbeitingu
- Styður við málþroska
- Aðgengilegt öllum lesendum
- Veitir jákvæðar fyrirmyndir
- Skapar tengslatækifæri
LESUM & LÆRUM
✓ Eykur þroska
✓ Eykur þekkingu
✓ Eykur einbeitingu
FJÖLDI BÓKA ÚR SÖGUSAFNI
KRISTJÁNS HREINSSONAR SKÁLDS
flettibækur og myndbönd
Maddý & Míló
Maddý er forvitin lítill kettlingur og Míló er ráðagóð mús.þau búa í sama húsagarðinum, rétt við skógarjaðarinn og leita uppi spennandi ævintýri á hverjum degi.
Hugljúfar og skemmtilegar sögur með kærleiksboðskap.
Sögurnar eru taldar henta best fyrir börn á aldrinum 3 til 6 ára.
flettibækur og myndbönd
Sögur af Brúnó
Brúnó, er sagður vera íslenskur fjallahundur sem á heima í litlu sjávarþorpi á Íslandi.
Hann er stór og sterkbyggður og mjög hugrakkur þegar á reynir. Einstaklega næmt þefskyn hans hefur oft komið sér vel þegar atburðir eiga sér stað sem fáir eða engir geta leyst nema hann.
Skemmtilegar og spennandi hljóðbækur með texta og myndum, ætlaðar 4 til 7 ára börnum
flettibækur og myndbönd
Dýrin í Sveitinni
Hér eru þrjár bækur um algengustu húsdýr í sveitum landsins. Sér bók um hvert og eitt þeirra. Þetta eru einnig hljóðbækur með texta og myndum. Einnig er hljóðskrá þannig að börnin geta hlustað á hljóð dýranna.
Reynt er að höfða til aldurshóps frá 4 til 10 ára.
myndbönd
Stuttar Sögur
Um er að ræða fjölda myndbanda með stuttum sögum af ævintýrum hinna ýmsu kynjavera, sem allar fá farsælan endi. Sögur sem innihalda lærdóm.
Skemmtilegar og spennandimyndbönd, ætlaðar 3 til 5 ára börnum,
sögur eftir kristján hreinsson
Úr Sögusafni
Með áskriftinni býðst þér aðgangur að fjölda áður óbirtra íslenskra smásagna fyrir börn, eftir Kristján Hreinsson, skáld. Sögurnar eru hljóðbækur og myndskreyttar flettibækur.
Sögurnar innihalda boðskap og höfða til breiðs aldurshóps.
Auk Alls Þessa
Á síðunni munu áskrifendur einnig finna fjölda leikja. Svo sem púsl. Börnin geta púslað myndir úr sögunum. Þá eru leikir og léttar getraunir og vinsæl barnalög.
ÁSTÆÐA ÞESS AÐ VIÐ INNHEIMTUM ÁSKRIFTARGJALDIÐ Í $ USD ER EINGÖNGU Í SPARNAÐARSKYNI!
Algengar Spurningar!
Af hverju er gjaldið í erlendum gjaldeyri?
Ástæða þess að við notum erlendan gjaldmiðil er í spanrnaðar skyni. Það er kostnaðarsamt að vera með íslenska greiðslugátt og þær erlendu bjóða ekki uppá íslenskar krónur.
Er óhætt að treysta þessum greiðslumiðli?
Já það er eins traust og rafræn viðskipti geta verið. Greiðslan fer inn hjá PayPal sem er virt og öruggt fyrirtæki í sölu á Internetinu.
Get ég sent efni til birtingtar á síðunni?
Já. Það getur þú gert og við hvetjum þig til að gera það. Sögur, frásagnir, teikningar eða ljósmyndir. Þú getur einnig tekið upp skilaboð og sent okkur til að spila í útvarpinu.
Er efni síðunnar allt frumsamið?
Flestar sögurnar eftir Kristján Hreinsson, skáld eru áður óbirtar. Sögurnar um Maddý og Míló eru einnig frumsamdar. Hinsvegar er fjöldi flettibóka og myndbanda þýdd.
Ég heiti Ólafur Þór Ólafsson og er ábyrgðamaður síðunnar.
Ég hvet þig til að hafa samband og bera upp fyrirspurn um efni síðunanr eða önnur mál.