Kæri lesandi!

Allt efnið á þessari síðu er fengið án endurgjalds með góðfúslegu leifi höfunda og rétthafa.

Upphaf þessarar síðu má rekja til þess að undirritaður frétti af fórnfúsu starfi Íslendings, Ólafs Halldórssonar sem rekur heimili fyrir munaðarlaus börn í Afríku.

Starfsemi hans á hinsvegar upphaf sitt í einskonar hugljómun sem hann varð fyrir þegar hann ferðaðist um dreifðar byggðir Afríku, sem bakpoka ferðalangur og sá með eigin augum eymdina og vonleysið sem þar ríkir.

Starfsemi hans hefur þróast með þeim hætti að hann veitir nauðstöddum börnum ekki aðeins skjól og matarskammt, heldur byggir hann upp fólk. Börnin, sem eru á ýmsum aldri og oft á tíðum í mjög slæmu ástandi þegar þau koma á heimilið. Bæði vegna vannæringar og sjúkdóma, og þó kannski sérstaklega andleag eftir hrakninga og ofbeldi.

Þess má geta að í hópi þessara liðlega 40 einstaklinga sem búa á heimilinu eru 14 þeirra alnæmissmituð. En utan verndar TAKK (en það er nafn heimilisins) eiga alnæmissmituð börn nánast enga möguleika. Þau fá ekki inni annarsstaðar og því býður þeirra ekkert annað en gatan, og vonlaus baráttan þar. Engin heilbrygðisþjónusta, engin lyf, matur né annar stuðningur af neinu tagi.

En á TAKK heimilinu fá þau hollan mat, lyf og læknisaðstoð og umfram allt ást og umhyggju, og fulla þátttöku í lífinu og starfseminni þar. Umönnun dýra og leikjum barnanna.

Ólafur, hefur lagt mikla áherslu á að byggja upp þá einstaklinga sem hann veitir skjól. Það gerir hann m.a. með mentun. Heimilið starfrækir skóla fyrir yngstu börnin sem svo fara í almennan skóla. Hann starfrækir handverksnám. Saumaskap og smíðar undir leiðsögn hæfra aðila. Og síðast en ekki síst leggur hann mikið uppúr íþróttaiðkun. Sjálfur á hann bakgrunn í iðkun Karate og hefur byggt upp keppnishóp innan heimilisins. Hópurinn hefur unnið til afreka á mótum, og þarf ekki að fjölyrða um hve mikil fyrirmynd íþróttafólkið er fyrir þau sem yngri eru.

Ég gæti haft langa tölu um þetta göfuga og fórnfúsa starf sem Ólafur og aðrir aðstandendur heimilisins veita, en ég læt hér staðar numið.

Heimilið og öll starfsemi þess er rekin á framlögum einstaklinga. Engir opinberir styrkir og engin yfirbygging. Engin sóun.

Ég sá möguleika á að leggja þessari starfsemi lið með því að gera þroskandi afþreyingarefni fyrir börn. Sem með þátttöku sinni styðja önnur börn í harðri lífsbaráttu þeirra.

Hugmyndin um einskonar afþreyingarsíðu varð til. Síðu sem veitir aðgang að vönduðu barnaefni. Bókum, hljóðbókum, sönglögum og leikjum.

Verkefnið fór í loftið síðla árs 2023 með safni ævintýrabóka í rafrænu formi. Síðan þá hefur bæst liðsauki frá listamönnum á borð við Kristján Hreinsson, rithöfund og skáld sem leggur til safn af óútgefnum barnasögum. Frábærar myndskreyttar sögur með göfugan boðskap. Þá leifa þær stöllur Birte- og Immustund notkun á sönglögum þeirra. 

GagnogGaman.is er áskriftarsíða sem býður fullan aðgang að fjölbreyttu úrvali af uppbyggilegu kennslu og afþreyingarefni fyrir börn.

Áskriftargjaldið er innanvið 1,000 krónur á mánuði. Eða 6,00 dollarar. (við notum erlent kerfi til að selja áskriftina og notumst því við dollara en ekki krónur. Eingöngu í sparnaðarskyni)

Með virðingu og vinsemd
Ólafur Þór Ólafsson